Back to All Events

Skotthúfan 2025

Skotthúfan 2025 verður haldin í Stykkishólmi 28. júní. Í ár fögnum við því að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár!
Við treystum á veðurblíðu að venju og hlökkum til að sjá ykkur öll á búning.
Dagskráin verður sem hér segir:
11 - 17 Norska húsið: Komið og rifjið upp Þjóðbúningadag Byggðasafnsins í 20 ár

Ljósmyndasýning í tilefni af þjóðbúningadegi safnsins sem haldinn hefur verið í 20 ár. Svipmyndir frá liðnum árum.

Skotthúfa Auðar Laxness verður kynnt í safnbúðinni.

Æðarsetur Íslands & Sjávarborg Café: Komdu og fáðu þér kaffi
Æðarsetur Íslands (Opið 13-17) og Sjávarborg Café (Opið 12-17) bjóða búningaklæddum gestum upp á kaffi og þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins. Öll velkomin.

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kaupið! Farandverslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kniplið!
Komið og kniplið, kynnist skemmtilegri handverksaðferð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Gestir geta fengið að prófa.

12 - 16 Vinnustofan Tang & Riis: Komið og skoðið freyjur og fugla Sýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur mæðgur opin í vinnustofu í kjallara.

12 - 14 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að kveða Atli Freyr kennir kveðskaparlist, hefur þú prófað að kveðast á?

14 - 16 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að dansa
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa.

16:00 Myndataka við Norska húsið
Þjóðbúningaklæddir gestir sitja fyrir á árvissri mynd hátíðarinnar.

16:15 Þjóðdansar á Plássinu: Komdu og stígðu dans
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka sporið fyrir utan Norska húsið. Dansaðir verða íslenskir þjóðdansar og gestum gefst tækifæri að taka þátt í dansinum.

18 - 22 Hótel Fransiskus: Komdu á kvöldvöku
Opið hús frá kl. 18 - 22 í morgunverðarsal Fransiskus gengið inn frá bílastæði sunnan megin.
Súpa borin fram frá kl. 19 á meðan birgðir endast. Verð fyrir súpu kr. 2.000 Skráning nauðsynleg - https://forms.gle/xGPyAfsuNJapzm5f8

Kvöldvaka hefst kl. 20 Kvöldvökustjóri: Eydís Gauja.
Þjóðbúningaspurningakeppni, kveðskapur, Eyjólfur Eyjólfsson verður með langspilskynningu og tónlistarflutning með hjálp gesta, samsöngur og fleira.