STÖKKPALLUR HVERT SEM ER !
ÞAÐ ER SVO MARGT SEM VIÐ GETUM SAGT…
Stykkishólmur er umhverfisvænn, töfrandi, með ótal afþreyingamöguleika og staðsettur á hinu stórkostlega Snæfellsnesi. Einfaldlega hin fullkomna bækistöð þegar þú ferðast um Vesturland.
Við getum sagt þér svo margt fleira, en það er betra ef þú kemur og upplifir sjálf/ur!
Ævintýri
til allra átta
ÆVINTÝRI
TIL ALLRA ÁTTA
SKEMMTILEGAR STAÐREYNDIR UM STYKKISHÓLM
// Íbúar Stykkishólms eru kallaðir
Hólmarar.
// Bærinn er nefndur eftir litlu skeri undir bryggjunni sem kallast Stykkið .
// Í Stykkishólmi er frábært körfuboltalið sem kallast Snæfell, eitt af þeim bestu á Íslandi.
// Í Stykkishólmi hafa veðurathuganir farið fram síðan 1845.
// Eyjarnar á Breiðafirði eru óteljandi, því enginn þekkir muninn á eyjum og skerjum.
// Plastpokar eru bannaðir í Stykkishólmi, Hólmarar vilja halda bænum grænum og vænum.
// Stykkishólmur lék stórt hlutverk í Hollywood myndinni The Secret Life of Walter Mitty.
// Það er frítt Wi-Fi alls staðar í bænum.
@visitstykkisholmur @stykkisholmur #visitstykkisholmur #stykkisholmur