SEEANDDO_ISL.png
 
SEE&DO_banner.png
 
KRISTJAN.jpg

SKIPSTJÓRINN KRISTJÁN

Einstök og vinaleg leið til að upplifa fallegt umhverfi bæjarins. Skipstjórinn fræðir um náttúru, dýralíf og staðarhætti.


OCEANADVENTURES.png

OCEAN ADVENTURES

Ocean Adventures býður upp á sjóstangveiði og lundaskoðun í náttúruperlunni Breiðafirði.


 
 
SEATOURS.jpg

SÆFERÐIR

Sæferðir bjóða upp á ævintýrasiglingar frá Stykkishólmi. Í ferðunum getur þú smakkað á hrárri hörpuskel beint úr sjónum, séð þúsundir fugla, notið íslenskrar náttúru og heimsótt kyrrlátu eyjuna Flatey.


GOLF.png

VÍKURVÖLLUR - GOLFKLÚBBURINN MOSTRI

Víkurvöllur er 9 holu golfvöllur sem liggur norðan Hótel Stykkishólms.


SWIMMING.png

SUNDLAUG STYKKISHÓLMS

Útisundlaug með vatnsrennibraut, vaðlaug, tveimur heitum pottum og köldum potti. Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmiss konar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis.


 
 

BERSERKIR & VALKYRJUR


 
 
WATER_MUSEUM.jpg

VATNASAFN

Innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn. Á hæsta punkti bæjarins með útsýni til allra átta hefur gömlu bókasafnsbyggingunni verið breytt í safn vatns, orða og veðurfrásagna. Safnið prýða m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins.


NORSKAHUSID.png

NORSKA HÚSIÐ

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi byggt 1832 úr tilsniðnum viði frá Noregi og fær nafn sitt þaðan. Í safninu er áhugaverð krambúð í gömlum stíl. Þar fæst íslenskt handverk, gamaldags slikkerí og fleira.


 
 
SHARKMUSEUM.jpg
 

HÁKARLASAFNIÐ Í BJARNARHÖFN

Í Bjarnarhöfn er vel tekið á móti gestum með persónulegri leiðsögn um Hákarlasafnið og er öllum gefið smakk af hákarlinum. Hákarlsverkunin hefur verið í fjölskyldunni í margar kynslóðir og á safninu er sagt frá sögu, veiðum og verkun hákarlsins og geta gestir gengið upp að hákarlahjallinum þar sem hægt er að sjá girnilegan hákarl í verkun.

 

 
 
DRAPUHLID.jpg

DRÁPUHLÍÐarfjall

Drápuhlíðarfjall er 527 metra hátt sérkennilegt og litskrúðugt fjall sem inniheldur bæði basalt og lípít og marga einstaka steina. Talið var að gull væri í fjallinu en magnið sem fannst þótti heldur lítið.


HELGAFELL.jpg

helgafell

Hin helga hæð. Talið er að ef þú gengur upp á topp fjallsins án þess að líta til baka eða tala, þá færðu þrjár óskir uppfylltaru.


 
 
KERLING.jpg

KERLINGARSKARÐ

Kerlingarskarð ber nafn sitt af sínu helsta kennileiti – Kerlingunni. Kerlingin er mikill móbergsdrangur og minnir útlit hans helst á kerlingu með silungakippu á bakinu.


SUGANDISEY.jpg

Súgandisey

Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Nú hefur vegur verið lagður út í eyjuna og er vinsælt að ganga upp á eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir einstöku útsýni yfir Breiðafjörðinn og Stykkishólm.