Huggulegt líf - Lúka Art & Design - Sýning í Norska húsinu
Jul
5
to 7 Aug

Huggulegt líf - Lúka Art & Design - Sýning í Norska húsinu

Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design gerir sig heimakomna í Norska húsinu í 5. júlí - 7. ágúst.
Þér er boðið í huggulegt líf og litríkan heim Lúka í sýningarrými safnsins. Komdu og slakaðu á og fylltu skilningarvitin af ráðlögðum dagskammti af hönnun og litum.

Léttar veitingar og allir velkomnir

—-

Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA Í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO•ON og Varma. Brynhildur hefur einnig starfað sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir verk sín. Hún hefur unnið sem listrænn ráðunautur fyrir myndlistarmenn og hönnuði, gert auglýsingar fyrir stofnanir og fyrirtæki, sett upp sýningar fyrir Fatahönnunarfélag Íslands, Poppminjasafn Íslands ofl. Í dag er Brynhildur að sinna eigin hönnun og kennslu, veitir innanhúsráðgjöf, vinnur að vöruþróun fyrir ýmsa aðila og hannar sokka fyrir Smart Socks.

View Event →
BERGMÁL/EKKO - Sýning í Norska húsinu
Aug
9
to 4 Sept

BERGMÁL/EKKO - Sýning í Norska húsinu

Samsýning sex listakvenna frá Íslandi og Noregi á grafíkverkum á vegg og í möppu. Grafíkmappa er þekkt framsetning á grafíkverkum, bókform og safn grafíkverka í senn. Þar er áherslan á verk unnin á pappír. Útgáfa slíkra mappa hefur tíðkast um langt skeið víða. Sérstakar myndraðir og möppur eru til eftir marga af fremstu listamönnum fyrri tíma svo og hafa verið gerðar af íslenskum og norskum samtímalistamönnum.

Viðfangsefni listakvennanna á þessarri sýningu eru m.a. náttúrusýn og náttúruupplifun á Íslandi og í Noregi.

 

Sýnendur eru

Catherine Finsrud (N)

Elva Hreiðarsdóttir (IS)

Gíslína Dögg Bjarkadóttir (IS)

Hildur Björnsdóttir (IS/N)

Lill-Anita Olsen (N)

Soffía Sæmundsdóttir (IS)

 

Sýningin er styrkt af Nordisk Kulturrådet og Sóknaráætlun SVV (Vantar lógóin)

View Event →
Leikhópurinn Lotta - Hrói Höttur í Hólmgarði
Aug
15
5:00 pm17:00

Leikhópurinn Lotta - Hrói Höttur í Hólmgarði

Leikhópurinn Lotta stígur á stokk nítjánda sumarið í röð og býður börnum og fjölskyldum um allt land sprúðlandi skemmtun í formi nýrrar uppfærslu á söngleiknum Hrói Höttur.

Hrói Höttur er eitt vinsælasta leikverk Lottu fyrr og síðar. Nú eru liðin ellefu ár frá því að það var frumsýnt í fyrsta sinn, og því sannarlega tilefni til að dusta af því rykið – nú er það tilbúið í ferskum og breyttum búningi fyrir bæði gamla og nýja áhorfendur. Eins og Leikhópurinn Lotta er hvað þekktastur fyrir, er hér á ferðinni ævintýrakokteill þar sem sögunni um Hróa Hött er blandað saman við annað þekkt ævintýri – að þessu sinni syfjuðu prinsessuna Þyrnirós.

Í bland við skemmtileg lög, fjöruga dansa, fullorðinsbrandara og góðan skammt af aulahúmor verður til fullkomin skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Áhorfendur fá að kynnast Hróa Hetti og trúföstu vinum hans, Þöll og Þyrnirós, sem berjast fyrir réttlæti í Ævintýraskóginum. Persónur á borð við Jóhann prins, illgjarnan fógeta, Tomma litla og álfkonur skjóta einnig upp kollinum í þessari kraftmiklu og fjörugu sýningu og lofar Lotta góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Sýningin er klukkutími að lengd og fer fram utandyra. Við hvetjum gesti til að klæða sig eftir veðri, koma með nesti, teppi og góðan ævintýraanda. Það er líka gott að hafa símann vel hlaðinn því eftir sýningu gefst áhorfendum kostur á að fá mynd af sér með sinni uppáhalds ævintýrapersónu.

Miðaverð er 3,900 kr. (frítt fyrir tveggja ára og yngri) og hægt er að kaupa miða á staðnum og á tix.is.

Viðskiptavinir í Stofni hjá Sjóvá fá 2 fyrir 1 af hverjum miða.

________________________________________

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson

Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen

Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson

Höfundur lagatexta: Sævar Sigurgeirsson

Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason

Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson

Búningahönnun: Kristína R. Berman, Rósa Ásgeirsdóttir og leikhópurinn

Danshöfundur: Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn

Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson

Leikmunir: Leikhópurinn

View Event →

Heima í Hólmi
Jul
11
to 13 Jul

Heima í Hólmi

Dagana 11. - 12. júlí verður haldin tónlistarhátíðin Heima í Hólmi.
Tónleikarnir munu fara fram í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum.

FÖSTUDAGUR 11. júlí

20:30 Svavar Knútur: Lágholt 25 , á pallinum hjá Hrefnu og Arnari.

22:00 Snorri Helgason: Tjarnarás 9, hjá Magga Kiddós.

LAUGARDAGUR 12. júlí

12:30 Lilli api og Brúðubíllinn: Frúarstígur, á torginu við Norska húsið.

13:30 Birta og Friðrik Sigþórsbörn: Vatnasafn, Bókhlöðustíg 19.

15:00 Soffía: Aðalgata 5, gamla kirkjan.

16:30 Skelbót - Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn:
Víkurflöt 7, í garðinum hjá Gísla Sveini og Þóru Sonju.

19:30 Katla Njáls: Bókhlöðustígur 1, við gróðurhúsið hjá Palla Gísla og Þórunni.

20:45 Svenni Davíðs: Laufásvegur 15, í bakgarði hjá Dóru og Axel og Berglindi Þorbergs.

22:00 Herbert Guðmundsson og Guðmundur Herbertsson: Vallarflöt 1, hjá Steinu og Sæa.

Frítt er inn á alla viðburði.

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru:

Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Verkalýðsfélag Snæfellinga
Fosshótel
Arion banki
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Akraborg
BB og synir
Gistiver
Íslenska gámafélagið
K. Sigurðsson ehf.
Litalausnir
Marz ehf.
Orkan
Sjávarpakkhúsið
Skipper
Breiðasund ehf.
Brellinn ehf.
Dekk og Smur
Fimm Fiskar ehf.
Fiskmarkaður Íslands
Fótaaðgerðastofan Rún
Meistarinn
Narfeyrarstofa
Sjávarborg

View Event →
KK á Narfeyrarstofu
Jul
10
8:30 pm20:30

KK á Narfeyrarstofu

Fimmtudagskvöldið 10. júlí ætlar KK að mæta í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi og spila öll sín bestu lög og segja tengdar sögur

Hvar man ekki eftir lögum eins og Vegbúin, Hafðu engar áhyggjur, Lucky one, Kærleikur og tími, Þjóðvegur 66 og Bein leið?

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra KK í mikilli nánd.

Forsala miða hefst 6. júní og verður inn á tix.is. Þeir sem eru á póstlista tix.is geta keypt miða frá og með 4. júní.

Húsið opnar kl 20:30, tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00.

Miðaverð aðeins 6.990 kr

View Event →
Skotthúfan 2025
Jun
28
12:00 pm12:00

Skotthúfan 2025

Skotthúfan 2025 verður haldin í Stykkishólmi 28. júní. Í ár fögnum við því að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár!
Við treystum á veðurblíðu að venju og hlökkum til að sjá ykkur öll á búning.
Dagskráin verður sem hér segir:
11 - 17 Norska húsið: Komið og rifjið upp Þjóðbúningadag Byggðasafnsins í 20 ár

Ljósmyndasýning í tilefni af þjóðbúningadegi safnsins sem haldinn hefur verið í 20 ár. Svipmyndir frá liðnum árum.

Skotthúfa Auðar Laxness verður kynnt í safnbúðinni.

Æðarsetur Íslands & Sjávarborg Café: Komdu og fáðu þér kaffi
Æðarsetur Íslands (Opið 13-17) og Sjávarborg Café (Opið 12-17) bjóða búningaklæddum gestum upp á kaffi og þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins. Öll velkomin.

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kaupið! Farandverslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kniplið!
Komið og kniplið, kynnist skemmtilegri handverksaðferð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Gestir geta fengið að prófa.

12 - 16 Vinnustofan Tang & Riis: Komið og skoðið freyjur og fugla Sýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur mæðgur opin í vinnustofu í kjallara.

12 - 14 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að kveða Atli Freyr kennir kveðskaparlist, hefur þú prófað að kveðast á?

14 - 16 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að dansa
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa.

16:00 Myndataka við Norska húsið
Þjóðbúningaklæddir gestir sitja fyrir á árvissri mynd hátíðarinnar.

16:15 Þjóðdansar á Plássinu: Komdu og stígðu dans
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka sporið fyrir utan Norska húsið. Dansaðir verða íslenskir þjóðdansar og gestum gefst tækifæri að taka þátt í dansinum.

18 - 22 Hótel Fransiskus: Komdu á kvöldvöku
Opið hús frá kl. 18 - 22 í morgunverðarsal Fransiskus gengið inn frá bílastæði sunnan megin.
Súpa borin fram frá kl. 19 á meðan birgðir endast. Verð fyrir súpu kr. 2.000 Skráning nauðsynleg - https://forms.gle/xGPyAfsuNJapzm5f8

Kvöldvaka hefst kl. 20 Kvöldvökustjóri: Eydís Gauja.
Þjóðbúningaspurningakeppni, kveðskapur, Eyjólfur Eyjólfsson verður með langspilskynningu og tónlistarflutning með hjálp gesta, samsöngur og fleira.

View Event →
Stykkishólmur Cocktail Week
Jun
16
to 22 Jun

Stykkishólmur Cocktail Week

STYKKISHÓLMUR COCKTAIL WEEKEND breytist í STYKKISHÓLMUR COCKTAIL WEEK – við erum á breytingarskeiðinu!

Það er mikil spenna í loftinu! SCW er að taka stórt skref fram á við, með nýjum áskorunum, spennandi breytingum og meiri stemningu en nokkru sinni fyrr!

Keppnin verður stærri og skemmtilegri!

Fleiri viðburðir, fleiri áskoranir!

Verður haldin í júní 2025!

View Event →
Jun
15
12:00 pm12:00

Aflraunakeppnin Fjallkonan í Stykkishólmi

Aflraunakeppnin Fjallkonan fer fram 14. og 15. júní næstkomandi. Um er að ræða kraftakeppni kvenna sem fram fer í Snæfellsbæ og Stykkishólmi.

Keppt verður í Snæfellsbæ laugardaginn 14. júní og hefjast leikar kl. 12:00 við Pakkhúsið þar í bæ.

Seinni keppnisdagur fer fram í Stykkishólmi þann 15. júní og hefst keppni kl. 12:00 við Stykkishólmskirkju. Þrjár greinar verða á dagská í Stykkishólmi en sú fyrsta fer fram við Stykkishólmskirkju, önnur á túninu við Hótel Egilsen og sú þriðja uppi í Súgandisey.

Keppnin var fyrst haldin í fyrra þar sem margar af sterkustu konum landsins tóku á honum stóra sínum. Mikil ánægja var með keppnina og er hún nú haldin í annað skipti. Fleiri keppendur eru skráðir til leiks í ár og engu til sparað í undirbúningi vegna keppnarinnar.


View Event →
Sátan 2025
Jun
5
to 7 Jun

Sátan 2025

Sátan er þriggja daga þungarokkshátíð haldin í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands hverju sinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum.

Hópurinn á bak við Sátuna samanstendur af þungarokksunnendum og tónlistarfólki sem hafa verið virk í íslensku senunni í allt að 30 ár og hefur mikla reynslu af því að halda tónlistarhátíðir og tónleika ásamt almennu hljómsveitarbrölti.

Öll eru velkomin á Sátuna óháð uppruna, litarhafti, trúarskoðunum, kyni eða kynhneigð, og það er aðeins eitt markmið: að allir, starfsfólk, hljómsveitir og gestir, fari heim brosandi eftir frábæra hátíð!

Ofbeldi ógildir miðann!

View Event →
Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson í Vatnasafninu
May
25
6:00 pm18:00

Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson í Vatnasafninu

Jakob Bro, Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson fara í vikuferðalag um Ísland til að semja nýja tónlist undir áhrifum frá fallegum stöðum á landinu.

 Þeir félagar munu dvelja daglangt á nokkrum stöðum og dvelja nokkra daga á öðrum. Þeir koma með tómt blað og er ætlunin að skrifa ný lög á hverjum stað undir áhrifum frá þeim aðstæðum sem eru á hverjum stað fyrir sig.

 Í lok hverjar dvalar munu þeir halda tónleika til að flytja afrakstur vinnu sinnar.

 Þeir halda tónleika í Vatnasafninu sunnudaginn 25. maí kl. 18:00, aðgangur ókeypis.

 Hér má nálgast frímiða á á tónleikana: https://app.glaze.is/t/nYfkTxVRyukOi93erFGE

View Event →
Sýningarleiðsögn í Norska húsinu á Alþjóðlega safnadeginum
May
15
1:00 pm13:00

Sýningarleiðsögn í Norska húsinu á Alþjóðlega safnadeginum

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert á vegum ICOM, Alþjóðaráðs safna.

Í tilefni hans verður ókeypis aðgangur í Byggðsafn Snæfellinga og Hnappdæla 17. maí kl. 12:00-15:00.

Anna Sigríður Melsteð sýningarstjóri grunnsýningar safnsins Hjartastaður í verður með sýningarleiðsögn kl. 13:00.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin

View Event →
Partý Bingó á Fosshótel
Apr
19
8:00 pm20:00

Partý Bingó á Fosshótel

Viggi Beik Stjórnar Partý Bingó með sinni hægri hönd Þorbergi.
Húsið opnar kl 19:00 og Bingóið byrjar kl 20:00 og er 20 ára aldurtakmark inná þennan viðburð.
Bingóstjórar verða í miklu stuði og gefa glæsilega vinninga!

Vinningar og styrkaraðilar verða auglýstir seinna inná þessari síðu þannig við mælum með að fylgjast með því.

View Event →
Leitin að sjálfri mér - myndlistarsýning í Norska húsinu
Apr
19
to 2 Jun

Leitin að sjálfri mér - myndlistarsýning í Norska húsinu

Margrét Lilja Álfgeirsdóttir opnar sýninguna Leitin að sjálfri mér laugardaginn 19. apríl 2025 kl. 14:00.

Margrét Lilja er fædd árið 2002. Hún útskrifaðist með diploma í listmálun af listmálarabraut, úr Myndlistarskólanum í Reykjavík vorið 2024.  Margrét vonar að sýningin verði hvetjandi fyrir aðra skapandi einstaklinga á Snæfellsnesi, veiti innblástur til listsköpunar og styrki menningarlíf samfélagsins. Einnig er þetta einstakt tækifæri fyrir hana til að sýna verk sín opinberlega áður en hún heldur áfram í frekara listnám næsta haust.

View Event →
Djasskvöld á Narfeyrarstofu
Apr
18
9:00 pm21:00

Djasskvöld á Narfeyrarstofu

Bræðurnir Friðrik Örn Sigþórsson og Hinrik Þórisson spila brennandi djass á bar Narfeyrarstofu föstudaginn 18. apríl kl. 21:00 .
Með þeim til liðs verða félagar frá Bretlandi - Harry Souter á gítar og Harvey Parkin-Christie á Saxófón .

Hinrik kynntist þeim í Bretlandi þar sem þeir stunduðu nám saman við Leeds Conservatoire. Síðan hafa þeir unnið saman að mörgum verkefnum, Friðrik og Hinrik hafa spilað mikið í Bretlandi uppá síðkastið með hljómsveitinni HYLUR og einnig gáfu Hinrik og Harvey út plötuna “Týndur í Tímarými” á þessu ári og hefur hún fengið mjög góðar móttökur. Þetta verður í fyrsta skipti sem þeir fjórir koma fram saman.

HAPPY HOUR á barnum verður milli 18:00 - 20:00 og þá er tilvalið að bragða á Páskakokteilnum okkar !
Minnum á að panta borð á veitingastaðinn með góðum fyrirvara á www.dineout.is/narfeyrarstofa

Sjáumst í Hólminum um páskana !

View Event →
PubQuiz á Narfeyrarstofu á Skírdag
Apr
17
to 18 Apr

PubQuiz á Narfeyrarstofu á Skírdag

HVER ER MESTI HÓLMARINN??
Við komumst að því á Skírdag
Ofurbomburnar og stuðpinnarnir Anna Lind & Viktoría munu stýra PubQuiz sem hefst á slaginu 21:00 á Skírdag, 17 apríl.

HAPPY HOUR til upphitunar verður milli 18:00 - 20:00 og þá er tilvalið að bragða á Páskakokteilnum okkar !
Minnum á að panta borð á veitingastaðinn með góðum fyrirvara á www.dineout.is/narfeyrarstofa

Sjáumst í Hólminum um páskana !

View Event →
Hanstéls-Páskar í Stykkishólmi í boði SC
Apr
17
to 19 Apr

Hanstéls-Páskar í Stykkishólmi í boði SC

Ertu tilbúin í eftirminnilega Páskahelgi í Stykkishólmi?

Við hitum upp fyrir Stykkishólmur Cocktail Week 2025 (sem verður í júní) með skemmtilegum viðburðum alla helgina! Hvort sem þú ert að hrista kokteila eða einfaldlega njóta páska með góðum félagsskap, þá er eitthvað fyrir alla.

Eftirtaldir veitingastaðir munu bjóða upp á páskakokteila á vægu verði.

Fosshótel Stykkishólmur

Hótel Egilsen

Narfeyrarstofa

Skipper

Sjávarpakkhúsið

Einnig verður keppt um Hanastéls Hólmara ársins 2025, nánar um það hér: https://www.facebook.com/events/1425271198490631

Fimmtudagur 17. apríl

Fosshótel:

15:00-18:00: Happy hour.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

21:00: Páska Pub Quiz með eiturhressu Önnu Lind og Viktoríu.

Föstudagur 18. apríl

Fosshótel:

15:00-18:00: Happy hour.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

21:00: Bræðurnir og Hólmararnir Friðrik Örn Sigþórsson og Hinrik Þórisson spila brennandi djass á Narfeyrarstofu. Með þeim til liðs verða félagar frá Bretlandi - Harry Souter á gítar og Harvey Parkin-Christie á Saxófón. 2000 kr. miðinn selt við inngang takmarkaður sætafjöldi.

Laugardagur 19. apríl

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla:

14:00: Margrét Lilja Álfgeirsdóttir opnar sýninguna Leitin að sjálfri mér.

Fosshótel:

15:00-18:00: Happy hour.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

Fosshótel:

19:45: Verðalaun veitt fyrir Hanastéls Hólmari ársins 2025.

20:00: Viggi Beik stjórnar Partý Bingó með sinni hægri hönd Þorbergi.
Húsið opnar kl. 19:00 og Bingóið byrjar kl. 20:00. 20 ára aldurtakmark.

Skipper:

22:30: Páskapartý frameftir.

Páskahelgin er haldin í samstarfi við SCW (Stykkishólmur Cocktail Week), sem fer fram í júní 2025 og verður stærri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr!

Taggaðu vini þína og smalaðu í páskapartí!


View Event →
Hanastéls Hólmari ársins 2025!
Apr
16
to 19 Apr

Hanastéls Hólmari ársins 2025!

Hanastéls Hólmari ársins 2025!

Um páskana verður haldin upphitunarhátið fyrir Stykkishólmur Cocktail Week (sem fram fer í júní). Þar gefst Hólmurum og gestum kostur á að taka þátt í myndakeppni á samfélagsmiðlum um flottasta kokteilinn.

Afar einfalt - þú býrð til geggjaðan kokteil, tekur mynd og póstar á instagram og passar að aðgangurinn sé opinn, merkja þarf myndirnar #sthcw
Til að deila í story má tagga @stykkisholmurcocktailweekend

Laugardaginn 19. apríl kl. 19:45 verða svo veitt verðlaun á Fosshótel fyrir flottasta kokteilinn og þann sen fær flest læk. Myndirnar verða að vera settar inn á samfélagsmiðla fyrir kl. 16:00 laugardaginn 19. apríl.

See less

View Event →
Pétur Jóhann í Stykkishólmi
Apr
12
8:00 pm20:00

Pétur Jóhann í Stykkishólmi

Kæru vinir!

Ég ætla að mæta með grín í massavís í Stykkishólm 12. apríl

Ég býð ykkur velkomin á uppistand þar sem „rugl“ verður lögmál og „skipulag“ verður bara óþarft orð. Ef þú átt erfitt með að hlæja þá er þetta eitthvað fyrir þig – ef þú átt auðvelt með það, þá skaltu koma með varamaga!

Þetta kvöld verður meira ruglingslegt heldur en að útskýra útreikninga á skattframtali fyrir langafa þinn

Forsala miða hefst 1. apríl og verður hjá Sæþóri snilling í Narfeyrarstofu.

5.990 í forsölu / 7.500 við hurðina.

Takmarkað magn miða, ótakmarkað magn af hlátursköstum.

View Event →
Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka
Mar
21
to 16 Apr

Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka

Á Júlíönu hátíð mun Halszka Wierzbicka opna ljósmyndasýninguna Saga frá Mósambík og jafnframt lesa upp bók sinni Lomwe.  Opnunin verður föstudaginn 21. mars kl. 17:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og setur í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.

Bókin Lomwe. Andardráttur Mósambík fjallar um hrynjanda og andadrátt eins fátækasta lands í heimi. Hún fjallar um hina þykku þögn sem liggur yfir landinu og tímann sem er klístraður af steikjandi sólinni. Um hvernig nútíminn rýfur hefðina, hvernig nýlendastefna og feðraveldið spilar hlutverk sitt í að taka völdin frá konum, um auðlegð siðanna og hina áþreifanlegu fátækt sem skorturinn opinberar; skortur á mat, skortu á menntun, læknum og framtíðar horfum.

Höfundur kannar miðju og jaðar kvenna, vekur athygli á skort á jafnvægi í samskiptum karla og kvenna og leiðir til að bæta fyrir það. Hér býr Lomwe konan til ný landsvæði. Með líkamlegum breytingum og húðlitum – löngum skapabörmum og fórnar húðflúr – er líkaminn hennar sögusvið fegurðar og kynlífs, sem og mat og valdabaráttur ásamt því að endurspegla þær breytingar sem hafa átt sér stað í Mósambík alla 20. og 21. öldina. Höfundur er heillaður af fegurð og styrk konu sem er flækt inn í lang tog strangt inngildingarferli. Bæði líkaminn og helgisiðir birtast sem geymsla tákna og frásögn af fortíðinni; umbreytingu barns í konu. Sýningin er aðeins kynning eða örsamhengi fyrir söguna Lomwe kvenna.

Halszka Wierzbicka (fædd 1984) – er þjóðfræðingur og heimspekingur. Hún lærði balíska menningu við háskóla í Indónesíu. Hún hefur gegnt ótal mismundandi störfum í gegnum tíðina. Hún starfaði í sendiráðinu í Tyrklandi og í Oriental Museum í Portúgal, hún var sjálfboðaliði í mósambískri ungmennamiðstöð, hún  hefur starfað sem sölumaður á pólskum sýningum og í amerískum skemmtigarði, hún tíndi vínber í frönskum vínekrum og humla í sveitum Bæjaralands. Einhvers staðar á milli allra þessara starfa varði hún doktorsritgerð sína við Nicolaus
Copernicus háskólann í Toruń í Póllandi. Eins og er reynir hún að finna jafnvægi í daglegu lífi og skiptir lífi sínu á milli Póllands og Íslands.

 

Sýningin mun standa til 16. apríl.

View Event →
Júlíana hátíð sögu og bóka
Mar
20
to 22 Mar

Júlíana hátíð sögu og bóka

Júlíana - Hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi 20. - 22. mars 2025

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Bækur sem fengu framhaldslíf - „Vits er þörf þeim er víða ratar“ úr Hávamálum

Frítt á alla viðburði

FIMMTUDAGUR 20. MARS

KL. 14:00 Höfðaborg

Upplestur, Hólmarar skrifa.

KL. 20:00 Stykkishólmskirkja.

Setning hátíðar: Tónlist frá nemendum Tónlistarskóla Stykkishólms og upplestur frá nemendum Grunnskóla Stykkishólms.

Afhending verðlauna. Dómnefnd í ljóðasamkeppni á vegum Júlíönu hátíðar afhendir vinningshöfum verðlaun. Lesið úr vinningsljóðum.

Heiðrun. Viðurkenning fyrir framlag til menningar- og framfaramála.

Sunnan yfir sæinn breiða. Dísella Helga Karlsdóttir söngnemi syngur Undirspil á vegum tónlistarskólans.

FÖSTUDAGUR 21. MARS

KL. 10:00 Amtsbókasafnið

Skrifað í skólanum. Samstarf Júlíönu hátíðar og Grunnskólans í Stykkishólmi. Nemendur miðstigs stíga á stokk undir handleiðsl.

KL. 11:00 Samstarfs Júlíönu hátíðar og Grunnskólans í Stykkishólmi

Nemendur efsta stigs stíga á stokk undir handleiðslu Bjarna Fritzsonar rithöfundar.

KL. 15:00 Skipavík verslun

Sýning á verkum nemenda yngstu bekkja Grunnskólans í Stykkishólmi. Sýningin er opin alla daga hátíðarinnar.

KL. 15:30 Hótel Karolína

Lesið úr verkum nokkurra skrifandi Hólmara. Léttar veitingar í boði Júlíönu hátíðar. Húsið opnar 15:15, léttar veitingar í boði.

KL. 16:45 Kristjánshús

Eigendur bjóða til stofu.

KL. 17:45 Norska húsið

Sögur frá Mósambík. Ljósmyndasýning og upplestur Halszka Wierzbicka.

KL. 20:00 Stykkishólmskirkja - Mennska í tali og tónum

Bjarni Snæbjörnsson leikari, söngvari og rithöfundur

LAUGARDAGUR 22. MARS

KL. 11:15 Narfeyrarstofa - Júlíönusúpa

Ólafur K. Ólafsson og Silja Aðalsteinsdóttir hitta leshópana sem lásu Snertingu í vetur.

Stykkishólmskirkja

KL 13:30 Á eigin vegun: Bók verður að handriti

Stefán Jónsson leikstjóri og Maríanna Clara Lúthersdóttir höfundur leikgerðar

KL.14:15 Snerting: Bók verður að kvikmynd

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur verður með okkur á tjaldi. Margrét Einarsdóttir, höfundur búninga segir frá myndinni

KL.15:00 Kaffi og meðlæti til sölu í Safnaðarheimilinu

KL. 15:45 Bækur frá Framhaldslíd

Umræður: Silja Aðalsteinsdóttir, Stefán Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Margrét Einarsdóttir

Stykkishólmskirkja

KL. 20:30 Léttir tónar

Kristjón Daðason deildarstjóri Tónlistarskólans

KL 21:00 Hylur þig lygi heimurinn

Sr, Sæmundur Hólm Magnússon ( 1749 - 1821) Einstakt lífshlaup listamannsins, skáldsins og klerksins Dagbjört Höskuldsdóttir, bókunnandi og Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur


View Event →
„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“ - glæpir og refsing á Narfeyrarstofu
Feb
15
5:00 pm17:00

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“ - glæpir og refsing á Narfeyrarstofu

Scary hour í Vínstúkunni á Narfeyrarstofu á Hræðilegri helgi.

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“

Fyrr á öldum var algengt á Íslandi að hið opinbera refsaði fólki fyrir stóra og smáa glæpi með líkamsmeiðingum, pyntingum og ofbeldi. Auk þess var fólk svo tekið af lífi með ólíkum aðferðum, þegar verst lét, og þurfti ekki alltaf mikil afbrot til.

Í erindi sínu ræðir Jón Jónsson þjóðfræðingur af Ströndum um slíkar refsingar og þær aðferðir sem notaðar voru á Íslandi á ólíkum tímum. Sumar refsingarnar voru beinlínis hræðilegar, aðrar kannski dálítið skringilegar, en allar áttu það sameiginlegt að ætlun dómharðra og refsiglaðra stjórnvalda var að valda fólki líkamlegum skaða eða stuðla að félagslegri útskúfun þess.

Tilvalið að fá sér drykk á barnum og hlusta á glæpsamlegt erindi!

View Event →
Sæskrímsli og Sjöundá á Sjávarpakkhúsinu
Feb
15
2:00 pm14:00

Sæskrímsli og Sjöundá á Sjávarpakkhúsinu

Dagdrykkja á Sjávarpakkhúsinu á Hræðilegri helgi, tilboð á barnum og spennandi erindi.

Sæskrímsli og Sjöundá!

Kl. 14:00 Sæskrímsli í íslenskum þjóðsögum: Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir sögur af ógnvænlegum skrímslum sem búa í hafinu þekkjast um allan heim. Hafið er auðvitað dularfullur og jafnvel hættulegur staður. Á Íslandi, sem er umkringt sjó í allar áttir, hafa verið sagðar sögur margvíslegar sögur af kynjaskepnum eins og fjörulöllum, skeljaskrímslum og hafbúum. Stundum er líka stutt á milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega og eru til íslenskar þjóðsögur af hættulegum illhvelum og jafnvel selum og ísbjörnum sem hafa fengið á sig yfirnáttúrulegan blæ. En hvernig sögur eru þetta og hvað geta þær sagt okkur um samfélagið sem sagði þær? Hvað eru skrímsli og hvers vegna búa þau í hafinu?

Kl. 14:45 Var Bjarni Bjarnason morðingi eða miskilinn: Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði upplýsir áheyrendur um helstu staðreyndir í Sjöundármálunum. Spurt verður hvort einhver hafi verið drepinn á Sjöundá og hver hafi þá verið morðinginn? Áheyrendur eiga síðan að leggja til lausn á þessu fræga morðmáli. Verðlaun eru veitt fyrir bestu tilgátuna.

View Event →
Draugahús í Norska húsinu
Feb
15
1:00 pm13:00

Draugahús í Norska húsinu

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið sett í hræðilegan draugalegan búning.
Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.

ATH. Kl. 13:00-14:00 er draugahús fyrir börn.
Kl. 16:00-17:00 er opið fyrir eldri kynslóðina.

View Event →
Varúlfur á Skipper
Feb
14
to 15 Feb

Varúlfur á Skipper

Bar opinn til tvö, með smá ívafi fyrir 'Hræðilega Helgi'
Í þessum leik verður varúlfur sem reikar um krána, verður það þú?

Varúlfur! Fáðu spil, (þorpsbúi, varúlfur, læknari) og sýndu engum. Ef þú ert þorpsbúi, reyndu að vera fyrstur til að giska á hver varúlfurinn er og vinna ókeypis drykk fyrir þig og vin, en ekki flýta þér, þú hefur aðeins þrjár tilraunir! Ef þú ert VARÚLFURINN geturðu drepið þorpsbúa með því að blikka þá. Ef varúlfurinn blikkar þig, láttu nokkrar sekúndur líða og láttu alla vita að þú sért dáinn. Ef varúlfurinn nær að drepa alla og þá vinnur jamm leikinn. Fáðu hjálp með því að breyta 2 manneskjum í varúlf eins og þú, haltu bara tungunni út að þeim og þeir hjálpa þér í drápinu þínu. Ef þú ert læknari, endurlífgaðu þá látnu með því að kyssa þá á ennið, en passaðu þig! Þú gætir verið gripinn af varúllfinum og enginn mun geta bjargað þér.

View Event →
Yrsa Sigurðardóttir, hryllingur, morð - spurt og svara'
Feb
14
8:30 pm20:30

Yrsa Sigurðardóttir, hryllingur, morð - spurt og svara'

Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir hefur sannarlega farið sigurför um heiminn fyrir skrif sín. Blóð lekur niður blaðsíður bóka Yrsu og spennan heldur lesendum gjörsamlega í heljargreipum. Yrsa hefur drepið langt yfir 50 manns. Hún segir skemmti­legra að drepa gott fólk en vont. Að áhuga­verðara sé að kryfja af hverju það ger­ist held­ur en þegar vont fólk er drepið.

Hvernig myndast þessi hryllingur í huga höfundar? Hvaðan koma þessir karakterar? Föstudaginn 14. Febrúar fá gestir að hlýða á og eiga samtal við Yrsu um skrif hennar og allskonar hræðilega hluti…..

View Event →
Vínstúkan opin
Feb
14
to 16 Feb

Vínstúkan opin

Það er hræðileg helgi framundan í Stykkishólmi!!

Fyrir þá sem þora, þá verður mikið um að vera á Narfeyrarstofu

SCARY HOUR KL. 17 Á LAUGARDAG

Erindi um refsingar og pyntingar áður fyrr á Íslandi - Jón Jónsson

Vínstúkan opnar kl. 18 föstudag og á laugardag

Happy hour milli kl 18-20 báða daga!

Opnunartímar á veitingastaðnum:

Frá kl. 18 á föstudag

Kl. 12-14 á laugardag og síðan frá kl. 18

Frá kl. 18:00 á sunnudag

View Event →
Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur í Norska húsinu
Feb
14
to 18 Mar

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur í Norska húsinu

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.

Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.

Þema sýningarinnar er, að þó svo að það liggi yfir okkur myrkur og drungi, getur augnablikið verið fallegt á sama tíma. Mikilvægt er að staldra við, fanga augnablikið, leyfa tilfinningunum að bresta út og njóta þess.

Er þetta fyrsta ljósmyndasýning Guðrúnar.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sýningin stendur til 12. mars.

View Event →
Verið er nú meðan vært er - Afturgöngur, tröll og galdrar í Eyrbyggju
Feb
14
to 15 Feb

Verið er nú meðan vært er - Afturgöngur, tröll og galdrar í Eyrbyggju

Föstudagur 14. febrúar kl. 16:30 / Laugardagur 15. febrúar kl. 13 í gamla frystihúsinu, Aðalgötu 1.


Verið er nú meðan vært er.
Eyrbyggjasaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.

View Event →